Póstmarkaðurinn
Póstmarkaðurinn var stofnaður árið 2008 með það að markmiði að stuðla að virkri samkeppni á póstmarkaði.
Fyrirtækið veitir áreiðanlega þjónustu á sviði póstdreifingar þar sem áhersla er lögð á hagkvæmni og einfaldleika sem skilar sér í lægra verði til viðskiptavina. Viðskiptavinir Póstmarkaðarins eru fyrirtæki og aðrir stórnotendur í póstþjónustu og nú þegar eru stærstu notendur póstþjónustu í viðskiptum við Póstmarkaðinn.
Póstmarkaðurinn ehf. hefur verið valinn í hóp framúrskarandi fyrirtækja árin 2013 og 2014 af Creditinfo.